Þjónusta

Lífsferilsgreiningar

Lífsferilsgreining eða vistferilsgreining (e. life cycle assessment, LCA) er aðferðafræði sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru, byggingar eða þjónustu yfir allan lífsferilinn.

Umhverfisáhrifin metin

Reiknuð er út umhverfisáhrif á notkun hráefna og byggingarefna, flutninga, orku- og vatnsnotkunar og úrgangs á líftíma vöru eða þjónustu. Eru niðurstöðurnar settar fram fyrir mismunandi áhrifaflokka, þar á meðal kolefnisspor. Þannig er hægt að leggja mat á hvar í lífsferlinum mestu umhverfisáhrifin liggja. Á grundvelli niðurstöðunnar er unnt að setja fram áætlun um úrbætur, hvernig megi draga úr umhverfisáhrifunum t.d. með breytingum í hönnun, efnisvali eða öðru.

Margvíslegur hugbúnaður notaður

Verkís býður ráðgjöf við lífsferilsgreiningar fyrir byggingar, vörur og þjónustu. Unnið er samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ISO 14040 og ISO 14044 um gerð lífferilsgreininga auk annarra staðla sem eiga við hverju sinni. Verkís hefur yfir að ráða margvíslegum hugbúnaði sem nýtist til þessara verkefna. Til dæmis má nefna forritið SimaPRO og forritið One Click LCA. Mögulegt er að tengja One Click LCA forritið við BIM líkön sem gerir lífsferilsgreiningar bygginga hagkvæmari en ella.

 

Þjónusta

  • Loftlagsútreikningar fyrir Svansvottun á nýbyggingum.
  • Umhverfisyfirlýsing (EPD blöð).
  • Lífsferilsgreining til að meta umhverfisáhrif eða kolefnisspor vöru, byggingar eða þjónustu.
  • Lífsferilsgreining til að meta umhverfisáhrif í allt að 10 umhverfisáhrifaflokkum, t.d. gróðurhúsaáhrif, súrnun, eyðing óendurnýjanlegra auðlinda, svifryk og næringarefnaauðgun.
  • Lífsferilsgreining í forhönnun eða fullnaðarhönnun nýbygginga.
  • Lífsferilsgreining á mismunandi stigum lífsferilsins til dæmis frá „vöggu til grafar (e. cradle-to-grave,), vöggu til hliðs (e. cradle-to-grate) eða „vöggu til vöggu“ (e. cradle-to-cradle).

Verkefni

Tengiliðir

Elín Vignisdóttir
Landfræðingur M.Sc.
Svið: Samgöngur og umhverfi
ev@verkis.is

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is