Þjónusta

Leyfismál

Verkís veitir faglega ráðgjöf í leyfismálum sem tengjast umhverfisáhrifum, sjálfbærni og ábyrgum framkvæmdum.

Verkís aðstoðar við alla þætti leyfisferlisins, allt frá greiningu á lagakröfum og undirbúningi umsókna til vöktunar, mælinga og eftirfylgni. Markmiðið er að tryggja skilvirkt ferli og að allar kröfur stjórnvalda séu uppfylltar.

Leyfismál með vistvænum áherslum

Starfsleyfi. Atvinnurekstur og framkvæmdir sem geta haft mengun í för með sér sem krefjast starfsleyfis samkvæmt reglugerð. Starfsleyfi er veitt af Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefndum þegar starfsemi uppfyllir tilskildar kröfur og veitir heimild til að starfrækja reksturinn að hluta eða öllu leyti. Sérfræðingar Verkís veita ráðgjöf um kröfur starfsleyfa og annast umsjón umsóknarferlisins ásamt vöktun og mælingum sem tengjast starfsleyfisumsóknum.

Framkvæmdaleyfi. Framkvæmdir sem hafa meiriháttar áhrif á umhverfi eða breyta ásýnd þess krefjast framkvæmdaleyfis sem veitt er af viðkomandi sveitarstjórn. Leyfis skal afla fyrir allar framkvæmdir sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum, og skal það ávallt vera í samræmi við skipulag svæðis. Verkís veitir faglega ráðgjöf við skilgreiningu krafna framkvæmdaleyfa og sér um gerð umsókna fyrir verkaupa til að tryggja skilvirkt og gagnsætt leyfisferli.

Áhrifamat vatnshlota. Ýmsar framkvæmdir og starfsemi, svo sem fiskeldi, vegagerð, efnistaka og virkjanir, geta haft áhrif á vatn og vatnshlot. Áður en leyfi er veitt þarf að vinna áhrifamat þar sem metið er hvort framkvæmd eða starfsemi geti valdið því að vatnshlot nái ekki því umhverfismarkmiði sem því hefur verið sett. Verkís sér um gerð áhrifamats fyrir mismunandi gerðir vatnshlota, þar á meðal grunnvatn, straumvötn, strandsjó og árósavatn, og veitir jafnframt aðstoð við gerð umsókna um breytingar á vatnshlotum.

Þjónusta

  • Kröfur starfsleyfa
  • Umsjón umsóknarferlis
  • Vöktun og mælingar
  • Gerð áhrifamats vegna vatnshlota
  • Gerð umsókna við breytingar á vatnshlotum

 

Tengiliðir

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Deild: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is