Þjónusta

Landslagsgreining

Verkís veitir faglega ráðgjöf og þjónustu við greiningu og mat á landslagi og ásýnd mannvirkja.

Slíkar greiningar eru mikilvægar til að tryggja að framkvæmdir og skipulag falli sem best að náttúrufari og sjónrænu samhengi umhverfisins.

Við greinum áhrif framkvæmda

Framkvæmdir hafa óhjákvæmilega áhrif á landslag og ásýnd svæða. Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á aðlögun mannvirkja að landslagi, meðal annars í kjölfar þátttöku Íslands í Evrópska landslagssáttmálanum. Verkís vinnur að ásýndar- og landslagsgreiningum bæði við gerð skipulagsáætlana og við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Í slíkri vinnu felst greining á landslagi, sýnileika mannvirkja og sjónrænum áhrifum ásamt gerð þrívíddarmynda og þrívíddarmyndbanda sem sýna áhrif framkvæmda á umhverfið á skýran og sjónrænan hátt.

Ásýndarmat felur í sér mat á sjónrænum áhrifum framkvæmda og er nátengt landslagsmati. Matið byggir á viðurkenndum aðferðum Landscape Institute (Landscape and Visual Impact Assessment – LVIA). Sérfræðingar Verkís sjá um alla þætti vinnunnar, þar á meðal skipulag matsferlis, framkvæmd myndatöku, sýnileikagreiningu og vinnslu líkanmynda. Með því er tryggt faglegt og áreiðanlegt mat á sjónrænum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda.

Verkís leggur áherslu á að niðurstöður greininga séu skýrar, faglega unnar og nýtist bæði við ákvarðanatöku og hönnun sem stuðlar að sjálfbærri og sjónrænt heildstæðri þróun byggðar og landslags.

Þjónusta

  • Landslagsgreining
  • Greining á sýnileika mannvirkja
  • Ásýndargreining
  • Þrívíddarmyndir og myndbönd
  • Ásýndarmat
  • Ásýndarmyndataka og myndvinnsla
  • Sýnileikagreining

Verkefni

  • Holtavörðugheiðarlína 1
  • Kvíslatunguvirkjun

Tengiliðir

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is