Við greinum áhrif framkvæmda
Framkvæmdir hafa óhjákvæmilega áhrif á landslag og ásýnd svæða. Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á aðlögun mannvirkja að landslagi, meðal annars í kjölfar þátttöku Íslands í Evrópska landslagssáttmálanum. Verkís vinnur að ásýndar- og landslagsgreiningum bæði við gerð skipulagsáætlana og við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Í slíkri vinnu felst greining á landslagi, sýnileika mannvirkja og sjónrænum áhrifum ásamt gerð þrívíddarmynda og þrívíddarmyndbanda sem sýna áhrif framkvæmda á umhverfið á skýran og sjónrænan hátt.
Ásýndarmat felur í sér mat á sjónrænum áhrifum framkvæmda og er nátengt landslagsmati. Matið byggir á viðurkenndum aðferðum Landscape Institute (Landscape and Visual Impact Assessment – LVIA). Sérfræðingar Verkís sjá um alla þætti vinnunnar, þar á meðal skipulag matsferlis, framkvæmd myndatöku, sýnileikagreiningu og vinnslu líkanmynda. Með því er tryggt faglegt og áreiðanlegt mat á sjónrænum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda.
Verkís leggur áherslu á að niðurstöður greininga séu skýrar, faglega unnar og nýtist bæði við ákvarðanatöku og hönnun sem stuðlar að sjálfbærri og sjónrænt heildstæðri þróun byggðar og landslags.
Þjónusta
- Landslagsgreining
- Greining á sýnileika mannvirkja
- Ásýndargreining
- Þrívíddarmyndir og myndbönd
- Ásýndarmat
- Ásýndarmyndataka og myndvinnsla
- Sýnileikagreining
Verkefni
- Holtavörðugheiðarlína 1
- Kvíslatunguvirkjun