Þjónusta

Ofanflóðavarnir

Verkís hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum og ráðgjöf tengdri snjóflóðamálum.

Til ofanflóðs má flokka snjóflóð, krapaflóð, aurflóð og grjótahrun, þar sem dæmi um ofanflóðavarnir eru þvergarðar, keilur, upptakastoðvirki, snjósöfnunargrindur, vindkljúfur og grjóthrunsnet.

Margvísleg verkefni

Verkís hefur á að skipa reyndum sérfræðingum á þessu sviði sem hafa tekið þátt í mótun á reglum um hættumat og alþjóðlegum viðmiðunarreglum um hönnun ofanflóðavarnargarða, samhliða frumrannsóknum á því sviði. Enn fremur hafa sérfæðingar okkar unnið að úrlausn sérhæfðra verkefna með erlendum sérfræðingum frá Noregi, Frakklandi, Sviss og Austurríki ásamt sérfræðingum Veðurstofu Íslands.

Flest verkefni Verkís hafa tengst hönnun ofanflóðavarna og uppbyggingu þeirra í þéttbýli, meðal annars á Flateyri, á Ísafirði, í Neskaupstað, á Patreksfirði og Bíldudal, en einnig ofan einstakra bygginga, svo sem sorpbrennslunnar Funa á Ísafirði, tengivirkis Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal og Fosshótels á Patreksfirði.

Fyrirtækið hefur oftast komið að snjótæknilegri hönnun varna, svokallaðri frumathugun, en einnig að öðrum stigum framkvæmda; við verkhönnun sem felur meðal annars í sér burðarþols- og jarðtæknilega hönnun, og framkvæmdaeftirliti. Sérfræðingar Verkís hafa setið í hættumatsnefndum á Íslandi og þar lagt mat á áhættu utan þéttbýlis, en Veðurstofa Íslands gefur formlega út hættumat.

Tengiliðir

Flosi Sigurðsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
fs@verkis.is

Jóhann Örn Friðsteinsson
Jarðverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
jof@verkis.is