Þjónusta

Hafnir

Verkís veitir alhliða ráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila hafnarmannvirkja og strandsvæða.

Við skipulagningu og hönnun mannvirkja við strendur landsins þarf að taka tillit til fjölda þátta og veitir Verkís ráðgjöf og þjónustu á öllum stigum allt frá skipulagi og rannsóknum, hönnun, umsjón og eftirliti með framkvæmdum sem og rekstri og viðhaldi hafnarmannvirkja.

Allt á einum stað

Hönnun og skipulag þarf að vera í sátt við umhverfið og náttúruna því samspil mannvirkja og sjávar getur verið flókið. Þarfagreining meðal notenda gefur meðal annars upplýsingar um stærð skipa, ristu þeirra og þjónustuþörf en einnig þarf að afla upplýsinga um ölduhæð og öldustefnu til að leggja mat á hagstæðustu legu hafnarmannvirkja. Afla þarf upplýsinga um jarðvegsaðstæður og leggja til frekari rannsóknir gerist þess þörf auk þess sem huga þarf að bæði efnistöku og losun.

Sérfræðingar Verkís fylgja verkkaupum í gegnum ferlið frá A til Ö, allt frá fyrstu hugmyndum, rannsóknum og skipulagi til hönnunar og framkvæmda.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir
Sviðsstjóri / byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
gdg@verkis.is

Hallgrímur Örn Arngrímsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hoa@verkis.is