Þjónusta

Jarðvarmavirkjanir

Verkís hefur áratuga reynslu af undirbúningi, hönnun og framkvæmd jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis.

Verkís býður heildarlausn þjónustu, allt frá undirbúningi til gangsetningar á sviði jarðvarma. Verkís sér einnig um alla verkþætti, frá borholu til tengingar við flutningskerfi fyrir jarðvarmavirkjanir.

Við leggjum áherslu á nýtingu auðlinda

Verkís býr yfir víðtækri þekkingu á tækni og einkennum jarðvarma sem byggist á reynslu og vitneskju um verkefni við mismunandi aðstæður. Lausnir okkar taka mið af umhverfi, rekstraröryggi, öryggi starfsmanna og hámarki nýtingu auðlinda.

Burðarþolshönnun skipar einnig stóran sess, enda er hönnun þrýstihylkja og varmaspennuhönnun pípukerfa veigamikill þáttur í hönnun tækjabúnaðar sem þarf við nýtingu jarðhita.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða mikilli þekkingu á þessu sviði og hefur tekið þátt í undirbúningi, hönnun eða framkvæmd allra slíkra virkjana í landinu.

Verkís spilar lykilhlutverk á sviði jarðvarmavirkjana, en jarðvarmi er einn af mikilvægustu endurnýjanlegu orkukostunum sem fyrirfinnast í dag. Þekking á nýtingu jarðvarma til raforkuvinnslu hefur byggst hratt upp á Íslandi síðustu ár og horfa aðrar þjóðir til okkar þegar kemur að jarðvarmavirkjunum. Við byggjum á reynslunni og höldum ótrauð áfram að bæta við okkur þekkingu á sviði jarðvarma í takt við tímana.

Þjónusta

Tengiliðir

Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
cc@verkis.is

Þorleikur Jóhannesson
Vélaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
tj@verkis.is