Við elskum áskoranir
Verkís hefur átt aðild að sérfræðingahópi sem Landsnet setti á stofn árið 2014 um möguleika á aukinni notkun jarðstrengja í 132 kV og 220 kV flutningskerfum fyrirtækisins.
Starfsfólk Verkís hefur unnið fjölmörg verkefni á sviði jarðstrengslagna og er í fararbroddi meðal íslenskra verkfræðistofa við hönnun og skipulagningu sæstrengslagna.
Dótturfyrirtæki Verkís í Póllandi, Verkis Polska, er sérhæft í þjónustu við loftlínur á háspennu. Fyrirtækið hefur unnið fjölda verkefna fyrir flutningsfyrirtæki Póllands varðandi hönnun og undirbúning, sem og eftirlit með byggingu loftlína.
Verkefni Verkís við loftlínur á háspennu á Íslandi hafa verið við frumathuganir og verkhönnun á háspennulínum fyrir íslensk orkufyrirtæki. Þjónustan nær til athugana á línuleiðum, flutningsgetu, turngerðum, burðarþoli, jarðskautum og fleiru.
Sérfræðingar okkar elska áskoranir og leita ávallt nýrra og spennandi leiða til að tryggja hagkvæmni verka og farsæla framkvæmd.
Verkís er í fararbroddi meðal íslenskra verkfræðistofa við hönnun og skipulagningu sæstrengslagna.