Við horfum á heildina
Að auki hefur fyrirtækið áratugalanga reynslu af þjónustu á sviði raflagnahönnunar og greiningar rafkerfa sem felst meðal annars í þarfagreiningu, almennri raflagnahönnun og ráðgjöf varðandi rafkerfi fyrir allar gerðir bygginga.
Verkís veitir heildarlausnir á allri raflagnahönnun sem tengir valdar lausnir við aðra hönnunarþætti byggingarinnar. Þjónustan er óháð framleiðendum raflagnabúnaðar og snýr ætíð að hagkvæmustu lausninni út frá kröfum verkkaupa. Sem og að ná til allra þátta frá frumathugunum til deilihönnunar, útboða, samninga, eftirlits, prófana og gangsetningar.
Sérfræðingar Verkís hafa komið að fjölmörgum yfirgripsmiklum verkefnum í gegnum tíðina með góðum árangri sem tekið er eftir. Má þar meðal annars nefna Hellisheiðarvirkjun, Alvotech hátæknisetur og lyfjaverksmiðju og járnblendið á Grundartanga.