Öryggið í öndvegi
Öryggismál hafa einnig bein áhrif á rekstraröryggi fyrirtækja og stofnana og eru vaxandi þáttur í daglegu lífi okkar því öll viljum við lifa við öruggt umhverfi. Við viljum verja heimili okkar og eignir, vera örugg í vinnunni og vita að samstarfsfélagar og fjölskyldur okkar búi við öruggt umhverfi. Öryggishönnun gengur út á að tryggja alla þessa þætti.
Hvað gerum við?
Við greinum þarfir viðskiptavina og kröfur þeirra til öryggismála eru greindar í samræmi við aðstæður, reglulega starfsemi eða sérstök verkefni í hverju tilviki fyrir sig.
Farið er í fyrirbyggjandi aðgerðir og ástunduð stöðug vöktun á stöðu mála með það að markmiði að kerfi og búnaður virki í samræmi við kröfur viðskiptavinarins. Allt er síðan uppfært í samræmi við tæknilega þróun öryggibúnaðar.
Helstu verkþættir eru:
- Áhættugreining og áhættumat
- Umferð (ferlagreining) um mannvirkið/svæði
- Aðkomumál utanaðkomandi skoðuð og metin
- Skilgreining öryggissvæða
- Öryggis- og viðbragðssvæði skilgreind
- Öryggis- og eftirlitsbúnaður valinn í samræmi við áhættumat hönnunar
Sérfræðingar Verkís hafa mikla reynslu í öryggishönnun á margvíslegum fagsviðum og veita fjölbreytta ráðgjöf með öryggið í fyrirrúmi.
Þjónusta
- Áhættugreining og áhættumat
- Umferð (ferligreining) um byggingu/svæði
- Aðkomumál og skilgreining öryggissvæða
- Öryggis- og viðbragðskerfi / Öryggis- og eftirlitsbúnaður