Þjónusta

Jarðtækni

Hjá Verkís starfa reynslumiklir verk- og tæknifræðingar með sérfræðimenntun á sviði jarð- og bergtækni.

Í mörgum verkefnum þarf sérhæfða þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðtækni. Sérfræðingar Verkís hafa áralanga reynslu á því sviði og hafa komið að fjölmörgum umfangsmiklum verkefnum, til dæmis Kárahnjúkavirkjun og Sundahöfn.

Við finnum bestu lausnina

Verkís getur veitt berg- og jarðtæknilega ráðgjöf og þjónustu á öllum sviðum mannvirkjagerðar. Má þar nefna virkjanir, vegagerð, hafnir, flugvellir, húsbyggingar, brúarmannvirki, íþróttavelli og jarðgöng. Við tökum áskorunum fagnandi, sama hvert verkefnið er.

Verkís sinnir bæði rannsóknum og undirbúningsvinnu fyrir framkvæmdir ásamt hönnun og eftirliti á verktíma og líftíma mannvirkja. Jarð- og bergtæknileg hönnun getur meðal annars falist í mati á þörf fyrir rannsóknir, túlkun niðurstaðna rannsókna, hönnun jarðvegsmannvirkja og grundun mannvirkja, meðal annars á staurum, stálþilshönnun, mati á ysjunarhættu, mati á sighættu ásamt hönnun ferginga, hönnun stoðveggja í jarðvegi og hönnun bergstyrkinga.
Markmið fyrir hvert verkefni er ávallt að finna bestu og hagkvæmustu lausnina svo framkvæmd verksins verði sem farsælust.

Við tökum að okkur margvísleg verkefni í jarðtækni og höfum komið að mörgum umfangsmiklum verkum á því sviði.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Magnús Skúlason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
msk@verkis.is

Sólveig Kristín Sigurðardóttir
Byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
soks@verkis.is