Þjónusta

Hljóðtækni

Góð hljóðvist eykur vellíðan og bætir einbeitingu og samskipti manna á milli.

Sérfræðingar Verkís hafa víðtæka reynslu af hljóðvistarhönnun bygginga og hafa komið að hönnun og ráðgjöf margra stærstu bygginga landsins.

Við fylgjumst vel með

Sérfræðingar Verkís virkir í alþjóðlegu samstarfi hljóðverkfræðinga og hafa komið að þróun samnorrænna mæliaðferða, staðla og reglugerða og eru virkir fyrirlesarar á fagráðstefnum. Einnig tekur fyrirtækið virkan þátt í samvinnu norrænna hljóðráðgjafa. Þannig erum við ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hljóðvist.

Starfsumhverfi hljóðverkfræðinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum með tilkomu öflugra mælitækja og tölvuforrita til útreikninga á hljóðvist, hávaða og umferðarhávaða. Verkís er vel búið slíkum tækjum og tryggir að allur búnaður sé uppfærður í takt við tímann.

Það er mikilvægt fyrir framkvæmdaraðila að fá óháða ráðgjöf til að tryggja sem mesta hagkvæmni. Út frá þarfagreiningu má skilgreina nauðsynlegan búnað og aðgerðir sem henta í hverju verki óháð öðrum hagsmunum. Hljóðmælingar samhliða úttekt við verklok tryggja gæði hönnunar og framkvæmdar.

Flest rými þar sem hanna skal hljóðvist sérstaklega eru sett upp í reiknilíkan. Gildir þá einu hvort rýmið sem um er að ræða verði notað sem tónleikasalur, matsalur, íþróttahús eða kennslustofa. Með reiknilíkani er hægt að herma hljóðvist og hljómburð líkt sem um raunverulega mælingu væri að ræða.

Vitundarvakning um mikilvægi hljóðvistar hefur orðið hér heima sem og erlendis og hefur Verkís tekið virkan þátt í þeim straumhvörfum.

Þjónusta

  • Hljómburðarhönnun og mælingar
  • Hljóðkerfi og hljóðeinangrun
  • Iðnaðar- og umferðarhávaði
  • Hljóðvistarhönnun stærri bygginga
  • Titringsmælingar
  • Mælingar á hljóðafli

Verkefni

Tengiliðir

Guðmundur Ámundason
Byggingarverkfræðingur
Svið: Byggingar
ga@verkis.is

Steindór Guðmundsson
Byggingarverkfræðingur / Hljóðverkfræðingur Ph.D.
Svið: Byggingar
stgu@verkis.is