Þjónusta
Fjarskiptakerfi bygginga
Við erum með puttann á púlsinum í síbreytilegum heimi fjarskiptakerfa.
Áður fyrr voru loftnets- og símkerfi einu fjarskiptalagnakerfin sem þurfti að huga að í byggingum.
Þjónusta
Við erum með puttann á púlsinum í síbreytilegum heimi fjarskiptakerfa.
Áður fyrr voru loftnets- og símkerfi einu fjarskiptalagnakerfin sem þurfti að huga að í byggingum.
Tímarnir hins vegar breytast og fólkið með, en Verkís leggur ríka áherslu á að tryggja að sérfræðingar fyrirtækisins hafa ávallt yfir nýjustu þekkingu að búa.
Í dag hafa meðal annars bæst við almenn tölvunet, tölvunet hússtjórnarkerfa, tölvunet í fundar og ráðstefnusölum og samskiptanet öryggiskerfa í fjarskiptakerfum bygginga.
Þegar nútímabyggingar eru hannaðar er mikilvægt að tekið sé tillit til þess að þróunin er og verður ör á þessu sviði. Þannig þarf að vera auðvelt að breyta þegar nýjungar koma fram sem kunna jafnvel að kollvarpa þeim kerfum sem fyrir eru.
Sérfræðingar Verkís sjá um að öll skipulagning verkefna gangi smurt fyrir sig og felur þjónusta fyrirtækisins til að mynda í sér uppbyggingu á staðarneti hússtjórnarkerfa, fjarskiptalagnakerfi, loftnetskerfi, tölvuneti og upplýsingakerfi. Þá tryggja sérfræðingar okkar farsælt samspil fjarskipta-, og öryggis- og borgunarkerfa.
Fjarskiptakerfi bygginga eru í örri þróun og hefur Verkís verið í fararbroddi í að taka upp nýjungar á því sviði.
Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc.
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is
Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is