Þjónusta

Eftirlit með framkvæmdum

Mikilvægur þáttur í þjónustu Verkís er byggingastjórnun og eftirlit með framkvæmdum.

Fyrirtækið aðstoðar verkkaupa við gerð verksamninga og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.

Við tökum stjórnina

Sé þess óskað af verkkaupa leggur fyrirtækið til byggingarstjóra og annast alla byggingastjórnun, samræmingu verktaka og verkefnisgát á verkstað. Framkvæmdaeftirliti er skipt í faglegt eftirlit, eftirlit með kostnaði og eftirlit með verkáætlun.

Meðal annarrar þjónustu sem fyrirtækið býður upp á á framkvæmdastað má líka nefna umsjón með öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum, gæðastjórnun og gæðaeftirlit. Í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisþættinum er lögð áhersla á öryggi allra starfsmanna sem að verkinu koma, skráningar og skýrslugerð tengda öryggismálum auk þess að verkið hafi sem minnst varanleg umhverfisáhrif í för með sér.

Verkís hefur annast bygginarstjórnun á ýmsum verkum um land allt.

Verkefni

Tengiliðir

Björn Johannessen
Landslagsarkitekt
Svið: Orka og iðnaður
bj@verkis.is