Senda rafræna reikninga til Verkís hf.

Leiðbeiningar

Það styður við ásetning Verkís um að taka tillit til umhverfisins í allri starfsemi sinni, draga úr pappírssóun og umhverfisálagi vegna flutninga. Pappírslaus viðskipti hafa auk þess margvíslega og ótvíræða kosti fyrir báða aðila. Spara vinnu, tíma og kostnað og auka öryggi viðskipta. Ferlið við sendingu, móttöku, skráningu og greiðslu reikninga verður til muna skilvirkara og hraðara.

Verkís tekur eingöngu á móti reikningum með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlun, ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.

Það eru tvær leiðir til að senda Verkís hf. rafræna reikninga. Annars vegar með skeytamiðlun úr bókhaldskerfi og hins vegar í gegnum Inexchange ehf. Á vef InExchange geta þeir sem ekki hafa tök á að senda rafræna reikninga úr bókhaldskerfi útbúið og sent reikninga með rafrænum hætti sér að kostnaðarlausu upp að 100 reikningum á ári.

Nýskráning á vef Inexchange

Til að opna síðu Inexchange smellið á HÉR  og stofnið aðgang til að geta sent rafræna reikninga til Verkís hf. og fleiri fyrirtækja.

Við nýskráningu eru skráðar inn upplýsingar um kennitölu, heimilisfang , símanúmar, VSK númer og fleira.

Senda reikning

Valið er að „Búa til reikning“ og það er mikilvægt að fylla inn eftirfarandi upplýsingar/reiti:

  1. Nafn viðskiptavinar er valið í fellilista
  2. Dags. reiknings: Skráningar dagur kemur sjálfkrafa sem dagsetning reiknings og þarf að breyta henni ef reikningur á t.d. að vera dagsettur síðasta dag mánaðarins á undan.
  3. Gjalddagi: Gjaldagi skal vera að lágmarki 14 dögum eftir skráningu eða afhendingardag reiknings. Dagsetning reiknings skal vera dagsetning innan þess mánaðar sem þjónusta var veitt eða vara afhent. Mikilvægt er að reikningar berist eigi síðar en 15 dag næsta mánaðar á eftir.
  4. Bókunarupplýsingar: Upplýsingar um verknúmer er slegið hér inn. Tengiliður Verkís getur upplýst um verknúmer.
  5. Þín tilvísun / þitt pöntunarnúmer
  6. Tengiliður kaupanda: Nafn starfsmans Verkís
  7. Reikningslínur:
    1. Vörunúmer
    2. Magn
    3. Eining (stk, klst, km og fl.)
    4. Einingarverð
    5. Afsl%
    6. VSK (Hér þarf að velja viðeigandi VSK flokk, 24% er sjálfefið en ef reikningur á t.d. að vera án VSK þarf að velja það.)
  8. Athugasemd á reikning: Hér skal skrá inn lýsingu á vöru eða þjónustu og umbeðið af hverjum.
  9. Viðhengi: Það er hægt að draga inn eða velja skrár og þannig hengja við skjöl eins og t.d. frumrit reiknings úr bókhaldkerfi, tímaskýrslur eða önnur gögn sem eru nauðsynleg til að hægt sé að samþykkja og greiða reikninginn.

Verkís áskilur sér rétt til þess að hafna og greiða ekki reikninga sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði.

Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við fjármálasvið Verkís.