Hjá Verkís starfa margir af fremstu sérfræðingum landsins sem setja ekki aðeins traust og góð samskipti við viðskiptavini á oddinn heldur leggja ríka áherslu á ábyrga starfshætti, sjálfbærni og nýsköpun.
Verkís starfar samkvæmt vottuðum stjórnkerfum gæða-, öryggis- og umhverfismála og fylgir alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, 45001 og 141001. Verkís hefur einnig hlotið jafnlaunavottunina ÍST 85.
Vottunarskírteini Verkís
Gæðastjórnunarkerfi ISO 9001:2015
Umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001:2015
Öryggisstjórnunarkerfi ISO 45001:2018
Sáttmálinn sem vísar veginn
Við, sem þátttakendur í norrænni mannvirkjagerð, hyggjumst taka höndum saman og nýta sameinaða krafta okkar til að leggja fram sjálfbærar lausnir sem kallað er eftir á Norðurlöndunum og víða um heim. Stundin er runnin upp og áherslur Nordic Built-sáttmálans munu vísa veginn. Sáttmáli sem við erum stolt af því að tilheyra.
Við heitum því að hafa forgöngu um að innleiða meginreglur Nordic Built í verki og viðskiptaáætlunum. Við heitum því að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að geta lagt fram samkeppnishæfar hugmyndir að sjálfbæru, manngerðu umhverfi sem gagnast notendum og mannvirkjageiranum á Norðurlöndum og um allan heim.
Við bjóðum norrænum ríkisstjórnum og öðrum stjórnvöldum, fjárfestum og fjármálastofnunum, notendum og húseigendum, orkugeiranum og öllum öðrum hagsmunaaðilum, að taka höndum saman og styðja viðleitni okkar til að hraða breytingum í átt að sjálfbæru manngerðu umhverfi.
Við hyggjumst skapa manngert umhverfi sem:
- Er hannað er fyrir fólk og eykur lífsgæði
- Eykur til muna sjálfbærni í mannvirkjagerð sem rekja má til nýsköpunar og góðrar þekkingar
- Samþættir borgarlíf og náttúrugæði
- Nær markmiðinu um enga losun á vistferlinu
- Er hagnýtt, snjallt og fagurfræðilega aðlaðandi, byggt á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best
- Er sterkbyggt, varanlegt, sveigjanlegt, sígilt og endingargott
- Nýtir staðbundnar auðlindir og er aðlagað staðháttum
- Er skapað og viðhaldið í gagnsæju samstarfi þvert á landamæri og greinar
- Styðst við lausnir sem staðfæra má og nota um allan heim
- Bætir hag fólks, atvinnulífs og umhverfisins
Linkur: Lesa meira um Nordic Built
Sentra Godkjenning – av foretak for ansvarsrett etter plan- og bygningsloven.