Yfirhalning á Skálholtsdómkirkju
Yfirhalning á Skálholtsdómkirkju. Verkís hefur tekið þátt í yfirhalningu og lagfæringum á Skálholtsdómkirkju undanfarin ár og er kirkjan nú loksins í því ástandi sem hún á skilið og þau verðmæti sem hún hefur að geyma eru á öruggum og fallegum stað.
Það sem hófst sem verkefni að mála Skálholtsdómkirkju að innan vatt upp á sig og endaði í mikilli yfirhalningu á allri kirkjunni. Í janúar 2020 kom upp leki þar sem ómetanlegt bókasafn kirkjunnar var nálægt því að verða fyrir miklum skemmdum. Við nánari athugun á hinum ýmsu málum og í ljósi þess að þakið var mjög illa farið, var ákveðið að „taka kirkjuna bara alveg í nefið”, eins og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, komst að orðum í viðtali við RÚV í ágúst sl.
Skipt var um allar hitalagnir, lýsing var endurnýjuð, sett var nýtt dren og glugga ásamt því að eldingarvari var endurnýjaður. Einnig var ytra byrði kirkjunar endurnýjað, þ.e. múrviðgerðir á veggjum, málning og skipt um stein á þaki. Ásamt því var sett ný klukka í stað þeirrar sem var brotin og klukkuverkið endurnýjað.
Sjá frétt á www.ruv.is um málið