25/11/2022

Willum Þór: „Ég er best geymdur í íþróttahúsi“

Willum Þór: „Ég er best geymdur í íþróttahúsi“
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, flutti ávarp.

Willum Þór: „Ég er best geymdur í íþróttahúsi“. Í gær stóð Verkís fyrir velheppnuðum morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Fundurinn var vel sóttur, bæði í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti og í gegnum streymi. Það var sérstök ánægja að fá Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, á fundinn. Hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um mikilvægi íþróttamannvirkja fyrir lýðheilsu þjóðarinnar.

Lagði hann áherslu á að hanna þyrfti íþróttamannvirki þannig að þau taki utan um fólk á öllum aldursskeiðum og sagði hann íþróttamannvirkin vera félagsmiðstöðvar nútímans. „Ég er alinn upp í íþróttahúsi, ég er best geymdur í íþróttahúsi, mér líður best þar,“ sagði Willum Þór.

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby Boldklub, sagði frá uppbyggingu heilsueflandi íþróttaleikvangs, Dr. Janus Guðlaugsson, stofnandi Janus heilsueflingar, flutti erindið Hús heilsueflingar, Eiríkur Steinn Búason, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís, flutti erindið Reynsla Verkís: Frá hugmynd að veruleikaog Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís sagði frá Þjóðarhöll í Laugardal.

Við þökkum Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, fyrirlesurum og gestum kærlega fyrir komuna.

Hér er upptaka af fundinumMorgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu – YouTube

Willum Þór: „Ég er best geymdur í íþróttahúsi“

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu.
Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Morgunverðarfundur Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu

Heimsmarkmið

Willum Þór: „Ég er best geymdur í íþróttahúsi“
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, flutti ávarp.