Vilt þú vinna hjá Verkís í sumar?
Vilt þú vinna hjá Verkís í sumar? Við óskum eftir framtakssömum og metnaðarfullum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Við bjóðum upp á skemmtilega og krefjandi vinnu við fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast verkfræðistörfum.
Sumarstarf hjá Verkís eru góður undirbúningur fyrir verðandi verkfræðinga og þau sem hafa áhuga á að vinna við fjölbreytt störf tengd verkfræði í framtíðinni. Sumarstarfsfólk okkar fær leiðbeinanda (mentor) sem er því innan handar í verkefnum sumarsins.
Hjörleifur Jónsson, margmiðlunarhönnuður hjá Verkís, ræddi við þau Dagmar Ólafsdóttur og Kristján Má Kjartansson sem byrjuðu bæði hjá Verkís sem sumarstarfsfólk. Í myndbandinu hér fyrir neðan segja þau frá verkefnum sem þau hafa tekist á við hjá Verkís og við fáum líka innsýn inn í félagslífið og hvernig tekið er á móti nýju starfsfólki.
Verkís er öflugt og framsækið fyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við að takast á við krefjandi verkefni. Við tryggjum starfsfólki góðan og eftirsóknarverðan vinnustað þar sem hver og einn fær að nýta hæfileika sína og þekkingu sem best.
Við tökum á móti umsóknum til 12. mars 2023. Mikilvægt er að láta ferilskrá og námsferilsyfirlit fylgja með umsókninni. Öllum umsóknum verður svarað.