Vilja taka fyrsta skrefið frítt með Verkís
Vilja taka fyrsta skrefið frítt með Verkís. Í lok júlí kynnti Verkís þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa sem felur í sér að þau taka fyrsta skrefið frítt með verkfræðistofunni þegar sótt er um styrk í sjóð Reykjavíkurborgar og OR vegna uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla.
Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur með meistararéttindi í rafvirkjun, leiðir ráðgjöf vegna hleðslu rafbíla hjá Verkís. Hann segist hafa fundið fyrir töluverðum áhuga meðal húsfélaga fyrir því að taka fyrsta skrefið frítt með verkfræðistofunni.
Næstu þrjú ár munu Reykjavíkurborg og OR leggja samtals 120 milljónir í sjóð, fjörutíu milljónir á hverju ári. Úr sjóðnum verður úthlutað styrkjum í þeim tilgangi að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóðum fjöleignarhúsa.
Umsókn um styrk þarf að uppfylla nokkur skilyrði sem tryggja eiga faglegan frágang. Hámarksupphæð styrks til hvers húsfélags er 1,5 milljónir króna. Það munar um styrk af þessu tagi og því borgar sig að vanda til verka við umsóknina.
Umsókn um styrk verður að hafa verið samþykkt áður en búnaður er keyptur og hafist handa við framkvæmdir. Aftur á móti má húsfélag hafa leitað sér aðstoðar sérfræðinga áður en sótt er um styrk. Verkfræðistofan Verkís hefur veitt ráðgjöf til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja við uppsetningu hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla síðustu misseri. Geta húsfélög leitað til sérfræðinga Verkís við undirbúning umsóknar um styrk í sjóðinn.
„Þegar húsfélög leita aðstoðar okkar vegna umsóknarinnar byrjum við á því að kynna okkur aðstæður. Við skoðum hvaða möguleikar eru í boði og finnum heppilega lausn. Þetta fyrsta skref með húsfélaginu bjóðum við frítt til þeirra sem ætla sér að sækja um styrk fyrir uppsetningu á hleðslubúnaði,“ sagði rafmagnstæknifræðingurinn Þórður Þorsteinsson í samtali við Fréttablaðið. Hann er einnig með meistararéttindi í rafvirkjun og leiðir ráðgjöf vegna hleðslu rafbíla hjá Verkís.
Þegar Verkís hefur lagt til lausn fyrir húsfélagið getur næsta skref verið að leggja framkvæmd við uppsetningu hleðsluaðstöðu fyrir á húsfundi. Samþykki húsfélagið framkvæmdina útbýr Verkís öll fylgigögn fyrir umsóknina, fær tilboð frá verktökum og aðstoðar við að fylla út umsókn og skila á réttan hátt. Kostnað við þá vinnu má telja fram á umsókninni sjálfri.
„Með umsókninni þarf meðal annars að skila samþykki húsfélags, lýsingu á framkvæmdinni, uppsetningu og fyrirkomulagi ásamt kostnaðaráætlun, tilboðum verktaka og fleiri gögnum,“ útskýrir Þórður.
Hann segir framtak Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur jákvæðan og mikilvægan þátt í uppbyggingu innviða til hleðslu rafbíla og mun styrkurinn tvímælalaust koma sér við fyrir þau sem hann hljóta. „Ekki er þó víst að allir fái úthlutað sem sækja um þar sem fjármagn er takmarkað ár hvert. Það er því mikilvægt að vanda til verka við gerð umsóknar strax frá byrjun, það borgar sig,“ segir Þórður.
Töluverður áhugi er meðal fjöleignarhúsaeigenda að taka fyrsta skrefið frítt með Verkís. Þau sem vilja óska eftir nánari upplýsingum geta sent fyrirspurn á verkis@verkis.is eða tt@verkis.is (Þórður Þorsteinsson).