Vífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð
Vífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð. Miðvikudaginn 11. maí sl. var ný útilífsmiðstöð skátafélagsins Vífils vígð. Hún hefur fengið nafnið Vífilsbúð og er staðsett við Grunnuvötn í Heiðmörk. Verkís sá um verkfræðilega hönnun og ráðgjöf.
Garðabær útvegaði lóð undir útilífsmiðstöðina og veitt fjárframlag til framkvæmdarinnar en skátafélagið Vífill stóð að byggingu hússins og bar ábyrgð á framkvæmdunum. Útilífsmiðstöðin er um 200 fermetrar að gólffleti en svefnloft er um 100 fermetrar. Stærð lóðarinnar er um 3.000 fermetrar.
Í frétt á vef Garðabæjar segir að með tilkomu nýju útilífsmiðstöðvarinnar skapist betri möguleikar á að efla áhuga barna og unglinga á starfsemi skátafélagsins enda verður húsnæðið notað til að starfrækja fjölbreytta uppeldisstarfsemi í anda skátahreyfingarinnar.
Vífilsbúð I Verkefni I www.verkis.is
Vífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð | Fréttir | Garðabær (gardabaer.is)