26/02/2019

Viðbragðsæfingí raforkukerfinu

Viðbragðsæfingí raforkukerfinu
Viðbragðsæfing í raforkukerfinu

Viðbragðsæfingí raforkukerfinu. Á morgun þann 28. febrúar nk. verður haldin umfangsmikil viðbragðsæfing í raforkukerfinu. Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) undir forystu Landsnets stendur fyrir æfingunni.

Þema æfingarinnar er eldgos í Öræfajökli með tilheyrandi flóðum og öskufalli. Þegar eldgosið hefst er gert ráð fyrir að að heimsfaraldur inflúensu standi yfir þannig að einungis sé um lágmarksmönnun sé að ræða. Æfð verða raunsamskipti og skrifborðsaðgerðir aðila í raforkukerfinu sem og tengsl við viðbragðsaðila.

Æfingin gefur þátttakendum tækifæri til að yfirfara viðbragðsáætlanir sínar gagnvart náttúruhamförum og lágmarksmönnun vegna farsótta.

Þátttakendur í æfingunni eru fulltrúar raforkukerfisins í neyðarsamstarfinu NSR, almannavarna bæði í Samhæfingarstöðinni og í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fulltrúar sóttvarnarlæknis og heilbrigðisstofnana, fjarskiptafélaganna, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Árborgar. Auk þeirra taka ýmis fyrirtæki, stofnanir og viðbragðsaðilar, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi, beinan þátt í æfingunni eða fylgjast með henni.

Undirbúningur og stjórnun æfingarinnar er í höndum æfingastjórnar Verkís og Landsnets, en ýmsir aðilar lögðu gjörva hönd á plóg við handritsgerðina, m.a. Veðurstofa Íslands og Landlæknisembættið.

Auk virkra þátttakenda nýta margir aðilar sér atburðarásina til að fara yfir áætlanir sínar, hvort sem er á skrifborði eða í raun.

Æfingar með svipuðu sniði hafa verið haldnar reglulega á vegum NSR og einstakra aðila í raforkukerfinu undanfarna áratugi í samstarfi við Verkís og hafa tekist mjög vel.

Viðbragðsæfingí raforkukerfinu
Viðbragðsæfing í raforkukerfinu