Verkís varð í 2. sæti í Lífshlaupinu 2019
Verkís varð í 2. sæti í Lífshlaupinu 2019, í flokki fyrirtækja með 150 – 399 starfsmenn og bætti hlutfall þátttöku, daga og mínútna frá því í fyrra.
Í ár stóð vinnustaðakeppni Lífshlaupsins yfir í þrjár vikur, frá 6. – 26. febrúar.
Verðlaunaafhending fór fram í dag, föstudag 1. mars, í sal KSÍ þar sem Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri, tóku við verðlaunum fyrir hönd Verkís.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Við erum stolt af árangrinum og hvetjum starfsfólk okkar og aðra til að halda áfram að huga að daglegri hreyfingu.