20/01/2025

Verkís undirritar viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhitanýtingar í Indlandi

© www.thinkgeoenergy.com
Frá undirskriftinni í Indlandi

Ríkisstjórn Uttarakhand-fylkis í Norður-Indlandi hefur undirritað samkomulag við Verkís um jarðhitarannsóknir og þróun í fylkinu.

Samkomulagið var undirritað af Hauki Þór Haraldssyni, viðskiptarþróunarstjóra Verkís, í viðurvist Dhami yfirráðherra og Benedikts Höskuldssonar, sendiherra Íslands, á meðan Pushkar Singh Dhami yfirráðherra tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Um það bil 40 jarðhitasvæði hafa þegar verið kortlögð í Uttarakhand samkvæmt rannsóknum jarðfræðistofnunar Indlands og Wadia-stofnunar um himalajajarðfræði.

Pushkar Singh Dhami lagði áherslu á að samkomulagið væri mikilvægt skref í viðleitni Indlands til að nýta hreina og endurnýjanlega orku, ásamt því að stuðla að sjálfbærri þróun í sátt við umhverfisvernd. Hann bætti við að engar athugasemdir hefðu borist frá umhverfis-, skóga- og loftslagsráðuneytinu, ráðuneyti endurnýjanlegrar orku eða utanríkisráðuneytinu vegna fyrirhugaðs verkefnis.

Samkomulagið styrkir enn frekar samstarf Íslands og Indlands á sviði endurnýjanlegrar orku og jarðhita. Í nágrannafylkinu Himachal Pradesh hafa íslensk fyrirtæki þegar komið að uppbyggingu jarðhitadrifinna þurrkunarstöðva og loftstýrðra geymsluhúsa. Auk þess eru umfangsmiklar jarðhitarannsóknir í gangi á svæðum í Arunachal Pradesh og Assam.

Heimsmarkmið

© www.thinkgeoenergy.com
Frá undirskriftinni í Indlandi