31/10/2022

Verkís tók þátt í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu

Verkís tók þátt í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu

Verkís tók þátt í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu í síðustu viku en forsetahjónin voru þar í opinberri heimsókn. Áhersla heimsóknarinnar var á orkuskipti og miðlun á þekkingu Íslendinga á sviði jarðhita. Í sendinefndinni voru einnig Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri auk embættismanna og fulltrúum úr viðskiptalífinu. Fulltrúi Verkís var Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri nýsköpunar.

Haldið var sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Guðni og Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu, settu málþingið og undirrituðu samkomulag um samvinnu þjóðanna í þeim efnum. Einnig var farið í vettvangferð til bæjarins Galanta sem er staðsettur um 50 km austan við Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Markmiðið með heimsókninni var að skoða hitaveitu sem Verkís hannaði og veitti ráðgjöf vegna á árunum 1991 – 1996.

Hitaveitan í Galanta er enn eitt frábært dæmi um vel heppnaða hönnun en síðastliðin þrjátíu ár hefur hún útvegað þriðjungi bæjarins hita og þannig hefur verið hægt að draga úr notkun á jarðvarmaeldsneyti til upphitunar. Á þessum tímum orkuóöryggis og hækkandi orkuverðs, hefur hitaveitan skipt sköpum fyrir bæjarfélagið. Horft er til þessa að læra af þessari reynslu og hefja uppbyggingu á fleiri hitaveitum í Slóvakíu.

Verkís tók þátt í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu
Hluti af viðskiptasendinefndinni fyrir framan hitaveituna í Galanta.
Verkís tók þátt í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu
Hitaveitan í Galanta.

Heimsmarkmið

Verkís tók þátt í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu