24/10/2022

Verkís tók þátt í fjórum ráðstefnum

Verkís tók þátt í fjórum ráðstefnum
Dagur verkfræðinnar 2022

Verkís tók þátt í fjórum ráðstefnum í síðustu viku þar sem starfsfólk flutti erindi, átti sæti í pallborði og tók á móti áhugasömum gestum í kynningarbás fyrirtækisins.

Rakaskemmdir og mygla
Málþing Betri bygginga og Iceiaq um loftgæði, rakaskemmdir og myglu í byggingum var haldið miðvikudaginn 19. október. Að loknum erindum var boðið upp á pallborðsumræður þar sem Indriði Níelsson, byggingaverkfræðingur hjá Verkís, átti sæti. Hann veitir ráðgjöf vegna viðhalds mannvirkja hjá fyrirtækinu.

Lagarlíf
Ráðstefnan Lagarlíf, sem áður hét Strandbúnaður, leggur áherslu á eldi og ræktun.Oddur B. Björnsson, doktor í vélaverkfræði, flutti erindið Notkun varmadæla í landeldi. Verkís var með kynningarbás þar sem starfsfólk okkar tók á móti áhugasömum gestum.

Lagarlíf
Frá vinstri: Sigmar A. Steingrímsson, sjávarlíffræðingur hjá Verkís, Ragnar Jóhannsson, gestur á ráðstefnunni, Hugrún Gunnarsdóttir, fiskifræðingur hjá Verkís og Oddur B. Björnsson, doktor í vélaverkfræði hjá Verkís.

Dagur verkfræðinnar 2022
Darío Gustavo Núñez Salazar og Tinna Kristín Þórðardóttir, lýsingarhönnuðir hjá Verkís, fluttu erindið Lýsingarhönnun – dæmi frá Óðinstorgi og Stapaskóla. Þau voru einnig í viðtali við Fréttablaðið um sama efni. 

Sigurður Jón Jónsson, sviðsstjóri á Byggingasviði Verkís, flutti erindið Verkefni Verkís á Grænlandi – Hvað höfum við lært?

Sigurður Jón flytur erindið sitt
Sigurður Jón flytur erindið sitt

EGC 2022
Fjórir starfsmenn Verkís, öll sérfræðingar á sviði jarðhita, tóku þátt í Evrópsku jarðhitaráðstefnunni sem fór fram í Berlín mánudag til föstudag í síðustu viku. Verkís var einnig með sameiginlegan sýningarbás með ÍSOR, Mannviti, Iceland Drilling og Vatnaskilum. Grænvangur, samstarfsvettvangur um loftlagsmál og grænar lausnir, átti veg og vanda af básnum.

Heimsmarkmið

Verkís tók þátt í fjórum ráðstefnum
Dagur verkfræðinnar 2022