Verkís tók þátt í fjórum ráðstefnum
Verkís tók þátt í fjórum ráðstefnum í síðustu viku þar sem starfsfólk flutti erindi, átti sæti í pallborði og tók á móti áhugasömum gestum í kynningarbás fyrirtækisins.
Rakaskemmdir og mygla
Málþing Betri bygginga og Iceiaq um loftgæði, rakaskemmdir og myglu í byggingum var haldið miðvikudaginn 19. október. Að loknum erindum var boðið upp á pallborðsumræður þar sem Indriði Níelsson, byggingaverkfræðingur hjá Verkís, átti sæti. Hann veitir ráðgjöf vegna viðhalds mannvirkja hjá fyrirtækinu.
Lagarlíf
Ráðstefnan Lagarlíf, sem áður hét Strandbúnaður, leggur áherslu á eldi og ræktun.Oddur B. Björnsson, doktor í vélaverkfræði, flutti erindið Notkun varmadæla í landeldi. Verkís var með kynningarbás þar sem starfsfólk okkar tók á móti áhugasömum gestum.
Dagur verkfræðinnar 2022
Darío Gustavo Núñez Salazar og Tinna Kristín Þórðardóttir, lýsingarhönnuðir hjá Verkís, fluttu erindið Lýsingarhönnun – dæmi frá Óðinstorgi og Stapaskóla. Þau voru einnig í viðtali við Fréttablaðið um sama efni.
Sigurður Jón Jónsson, sviðsstjóri á Byggingasviði Verkís, flutti erindið Verkefni Verkís á Grænlandi – Hvað höfum við lært?
EGC 2022
Fjórir starfsmenn Verkís, öll sérfræðingar á sviði jarðhita, tóku þátt í Evrópsku jarðhitaráðstefnunni sem fór fram í Berlín mánudag til föstudag í síðustu viku. Verkís var einnig með sameiginlegan sýningarbás með ÍSOR, Mannviti, Iceland Drilling og Vatnaskilum. Grænvangur, samstarfsvettvangur um loftlagsmál og grænar lausnir, átti veg og vanda af básnum.