16/11/2022
Verkís tók þátt í árlegri ráðstefnu VSF
Verkís tók þátt í árlegri ráðstefnu VSF. Verkefnastjórnunarfélagið hélt árlega ráðstefnu sína þann 3. nóvember sl. og vinnustofu daginn eftir. Uppselt var á viðburðinn og þóttu erindi fyrirlesara áhugaverð og fjölbreytt.
Yfirskrift ráðstefnunnar var Jákvæð verkefnastjórnun – Samskipti, samvinna og árangur. Verkís var styrktaraðili ráðstefnunnar, nokkrir starfsmenn sóttu ráðstefnuna og var Eiríkur Steinn Búason ráðstefnustjóri en hann situr einnig í stjórn VSF.
Á vef VFS má nálgast nánari upplýsingar og glærur fyrirlesara.
Ljósmynd/Eiríkur Steinn Búason stýrði ráðstefnunni.