08/10/2024

Verkís tekur þátt í Lagarlíf 2024

Verkís tekur þátt í Lagarlíf 2024
Lagarlíf 2024

Verkís tekur þátt í Lagarlíf ráðstefnunni í ár, sem fer fram í Hörpu dagana 8.-9. október. Fulltrúar Verkís verða með bás á sýningarsvæðinu og kynna verkefni tengd nýtingu lífræns úrgangs frá fiskeldi.

Sunna Liv Stefánsdóttir, efnaverkfræðingur hjá Verkís, hélt fyrirlestur um lausnir við nýtingu úrgangs frá fiskeldi. Í erindinu voru mismunandi aðferðir skoðaðar sem bjóða upp á fjölbreyttar afurðir, allt eftir samsetningu lífmassans (úrgangsins) og þeirri afurð sem óskað er eftir að framleiða. Nýting lífræns úrgangs frá fiskeldi er mikilvæg vegna umhverfislegs ávinnings, sérstaklega með hliðsjón af vaxandi landeldi á Íslandi. Verkís býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á þessu sviði og hefur áralanga reynslu í fiskeldisiðnaðinum.

Á ráðstefnunni er lögð áhersla á málaflokka á borð við framtíðarlausnir í fóðurgerð, opinberar ákvarðanir, dýravelferð og umhverfismál. Félagið Lagarlíf stuðlar að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styður þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Félagið er óháð hagsmunasamtökum einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.

Strandbúnaður nær yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og sjávarauðlinda við strendur landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Verkís bæklingur: Fiskeldi.

Heimsmarkmið

Verkís tekur þátt í Lagarlíf 2024
Lagarlíf 2024