15/09/2023

Verkís tekur þátt í IICGE

Verkís tekur þátt í IICGE
IIGCE 2023

Verkís tekur þátt í IICGE. Jarðhitaráðstefnan IICGE verður haldin í níunda skiptið þann 20.-22. september næstkomandi í Jakarta, Indónesíu.

Carine Chatenay og Haukur Þór Haraldsson taka þátt í ráðstefnunni fyrir hönd Verkís og verða í Green By Iceland básnum ásamt öðrum leiðandi fyrirtækjum á þessu sviði. Fyrirtækin í þessum sameiginlega bás verða Verkís, North Tech Drilling, ÍSOR, Mannvit og Rigsis.

Á ráðstefnunni verður fjallað um allskyns spennandi og áhugaverð mál ásamt viðburðum þar sem fyrirtæki geta deilt hugmyndum, lært af hvort öðru og gengið samferða í átt að sjálfbærari framtíð.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.

Verkís tekur þátt í IICGE
IIGCE 2023