Verkís tekur þátt í íbúafundi vegna Blikastaðalands
Verkís tekur þátt í íbúafundi vegna Blikastaðalands. Á mánudaginn verður haldinn íbúafundur vegna skipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið er kynningu og munu hönnuðir og ráðgjafar skipulagsins ræða hugmyndir og áform um uppbyggingu á fundinum.
Anna Guðrún Stefánsdóttir, umhverfis- og skipulagsverkfræðingur hjá Verkís, mun ræða samgöngumál á fundinum sem er öllum opinn.
Verkís sá um verkfræðilega hönnun, byggðatækni, samgöngumál og umhverfismál vegna skipulagvinnunnar. Verkís veitir einnig sjálfbærniráðgjöf vegna BREEAM vottunar.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 27. júní kl. kl. 17:00-18.30 í sal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Háholti 35. Viðburðurinn á Facebook.
Skipulagið er í kynningu og má nálgast gögnin hér.
Í dag eru Blikastaðir opið svæði og óbyggt en fyrirhugað er að þróa þar atvinnukjarna fyrir þjónustu og léttan iðnað. Meðal markmiða við deiliskipulagsgerð svæðisins er að haga skipulagi gatna, lóða, húsa og annarra mannvirkja þannig að þau raski sem minnst aðliggjandi náttúru og lífríki og hafa sjálfbærni að leiðarljósi við útfærslu skipulags og bygginga þannig að hin nýja byggð verði jákvæð viðbót við núverandi umhverfi, samfélag og efnahag.
Í maí var samkomulag milli Mosfellsbæjar og Blikastaðalands ehf., dótturfélags Arion banka, um uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í landi Blikastaða, sem er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða verði 3.500 til 3.700 talsins, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk 150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis. (Uppbygging á Blikastöðum að hefjast (vb.is))
Blikastaðir I Skipulagsmál I Samgöngur og skipulag I Verkefni I www.verkis.is