15/10/2024

Verkís tekur þátt í Arctic Circle 2024

© www.arcticcircle.org

Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða, verður haldið í Hörpu dagana 17.-19. október nk.

Verkís tekur þátt í ár með málstofu með yfirskriftina ” Net-Zero horizons: E-fuels Integration in the maritime sector in Iceland”. Málstofan verður í salnum Skarðsheiði á þriðju hæð í Hörpu á föstudeginum 18. október kl. 14:50 – 15:45.

Sjá nánar í dagskrá hér.

Málstofan inniheldur þrjá fyrirlestra með áherslu á orkuskipti og stjórnað af Önnu Ingvarsdóttur, efnaverkfræðingi hjá Verkís.

Fyrirlesari Verkís er Freyr Ingólfsson, efnaverkfræðingur og verkefnastjóri GAMMA verkefnisins, sem er 2,4 milljarða nýsköpunarverkefni sem Verkís leiðir um rafeldsneyti í sjóflutningum. Verkefnið hefur það að markmiði að gera sjóflutninga umhverfisvænni þar sem ítölsku flutningaskipi er breytt til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis fyrir hluta af orkuþörf skipsins. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og hófst fyrr á þessu ári.

Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar mun fjalla um hvernig Fjarðabyggð undirbýr sig fyrir orkuskipti framtíðar. Jóna Árný er einnig forstöðuaðili hafnarsvæðis Fjarðabyggðar.

Borghildur Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brim hf. mun fjalla um virðiskeðjuna og orkuskipti í sínum fyrirlestri. Af hverju virðiskeðjan sé mikilvæg fyrir orkuskipti.

 

Arctic Circle ráðstefnan eykur þátttöku í umræðu og eflir alþjóðlegt samstarf um framtíð Norðurslóða. Þingið er það stærsta og fjölþættasta hvað varðar þennan málaflokk.

Vefsíða Arctic Circle: https://www.arcticcircle.org/

Heimsmarkmið

© www.arcticcircle.org