21/02/2025

Verkís leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytt störf

Erum við að leita að þér? opið er til umsóknar til fjölda spennandi starfa. Við bjóðum upp á þátttöku í spennandi verkefnum og vinnu í skemmtilegu umhverfi þar sem bæði fagleg þróun og vellíðan starfsfólks eru í fyrirrúmi.

Við leitum eftir jákvæðum og framtakssömum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sjá nánar um öll störf hjá Verkís hér

Við leitum að sérfræðingum á eftirfarandi sviðum:

  • Sérfræðingur í hönnun vatnsaflsvirkjana: Reynsla af hönnun vatnsaflsvirkjana og straumfræði er kostur.
  • Framkvæmdaeftirlit á Reykjanesi: Reynsla af eftirliti og hönnun mannvirkja er æskileg.
  • Viðskiptafræðingur á fjármálasvið: Reynsla í bókhaldi og fjárhagsgreiningum ásamt færni í Excel og Power BI er mikill kostur.
  • Hugbúnaðarsérfræðingur: Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærilegu og reynsla af skýjalausnum og gagnagrunnum er æskileg.

Hjá Verkís býðst þér gott starfsumhverfi, frábærir vinnufélagar og sveigjanleiki í vinnutíma. Við veitum 30 daga orlof og full dagvinnulaun í fæðingarorlofi í allt að 7,5 mánuði.

Umsóknarfrestur fyrir allar stöður er til og með 3. mars 2025.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, á aoa@verkis.is.

Heimsmarkmið