08/01/2025

Verkís leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytt störf

Erum við að leita að þér? opið er til umsóknar til fjölda spennandi starfa. Við bjóðum upp á þátttöku í spennandi verkefnum og vinnu í skemmtilegu umhverfi þar sem bæði fagleg þróun og vellíðan starfsfólks eru í fyrirrúmi.

Við leitum eftir jákvæðum og framtakssömum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sjá nánar um öll laus störf hjá Verkís.

Umsóknarfrestur fyrir öll neðangreind störf er til og með 12.janúar.

Byggingahönnuðir á Vesturlandi – Sjá nánar

Vegna aukinna verkefna viljum við bæta við okkur öflugu starfsfólki í útibú okkar á Akranesi og í Borgarnesi. 

  • Fjölbreytt hönnunar- og ráðgjafarverkefni
  • Útboðsgagnagerð
  • Kostnaðaráætlanagerð
  • Eftirlit í verkefnum

Rafkerfahönnuðir á Vesturlandi – Sjá nánar

Vegna aukinna verkefna viljum við bæta við okkur öflugu starfsfólki í útibú okkar á Akranesi og í Borgarnesi.

  • Hönnun rafkerfa fyrir ýmsar gerðir mannvirkja
  • Ráðgjöf varðandi rafkerfi
  • Aðstoð við viðhald og endurnýjun rafkerfa

Byggingarverkfræðingur / byggingartæknifræðingur á Austurlandi – Sjá nánar

Verkís leitar að drífandi og metnaðarfullum byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi til að ganga til liðs við öflugt teymi sérfræðinga í útibúi okkar á Egilsstöðum.

  • Hönnunarverkefni á breiðu sviði innan mannvirkjagerðar
  • Fjölbreytt verkfræðiráðgjöf
  • Eftirlit með verkframkvæmdum

Framkvæmdaeftirlit á Reykjanesi – Sjá nánar

Verkís leitar að byggingafræðingi, – tæknifræðingi eða -verkfræðingi í eftirlit með framkvæmdum á starfsstöð Verkís í Reykjanesbæ. 

  • Eftirlit með fjölbreyttum framkvæmdaverkefnum
    • Húsbyggingum
    • Samgöngumannvirkjum
    • Veitum

Byggingahönnuður á Suðurlandi – Sjá nánar

Verkís óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing, -tæknifræðing eða byggingafræðing í útibú Verkís á Selfossi. 

  • Fjölbreytt hönnunar- og ráðgjafarverkefni
  • Útboðsgagnagerð
  • Kostnaðaráætlanagerð
  • Eftirlit með verkframkvæmdum

Sérfræðingur í vatnsafli – Orku- og iðnaðarsvið – Sjá nánar

Við leitum að byggingarverkfræðingi með reynslu af hönnun vatnsaflsvirkjana.

  • Fjölbreytt hönnunarverkefni á öllum sviðum vatnsaflsvirkjana:
    • Frá frumhugmyndum að lokahönnun
    • Hönnun á fyrirkomulagi og mannvirkjum
    • Áætlanagerð
    • Straum- og vatnafræði
    • Verklýsingar
    • Skýrslugerð
    • Annað tengt verkefnum

Skjalastjórnun og aðstoð í verkefnum – Orku- og iðnaðarsvið – Sjá nánar

  • Utanumhald og útgáfustýring á skjölum og teikningum í verkefnum
  • Vinna með skjalastjórnunarkerfi Verkís, ACC og öðrum verkefnavefum
  • Hluti af verkefnagátarhópi (e. project controls)
    • Skipulag og stjórnun stærri verkefna
    • Náin samskipti við hönnuði og verkkaupa

Sérfræðingur í jarðvarma – Orku- og iðnaðarsvið – Sjá nánar

Við erum að leita að sérfræðingi í jarðvarma í vélbúnaðarhóp Orku- og Iðnaðarsviðs. 

  • Fjölbreytt verkefni á sviði jarðvarma, þ.m.t.:
    • Virkjanir
    • Hitaveitur
    • Iðnaður
  • Vinna með vélbúnaðarhópi Orku- og Iðnaðarsviðs að:
    • Fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðvarma
    • Samstarfi við opinbera aðila og einkaaðila, bæði innanlands og erlendis
  • Verksvið:
    • Frumathuganir og valkostagreiningar
    • Deilihönnun fyrir vinnu verktaka á verkstað

Hönnuður stjórnkerfa – Orka og iðnaður – Sjá nánar

Við leitum eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi með reynslu í hönnun, prófunum og gangsetningum stjórnkerfa.

  • Hönnun stjórnkerfa fyrir:
    • Virkjanir
    • Iðnað
    • Veitukerfi
  • Verkefni:
    • Gerð deiliteikninga
    • Forritun PLC stýrivéla
    • Hönnun SCADA kerfa
    • Prófanir og gangsetning kerfa
  • Hluti starfsins fer fram á verkstað
  • Hluti af stjórnkerfahópi Orku- og Iðnaðarsviðs

Sérfræðingur í raforkukerfum – Orku og iðnaðarsvið – Sjá nánar

Við leitum eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi, helst með reynslu af vinnu eða verkefnastjórnun við framleiðslu-, flutnings- og/eða dreifikerfi raforku.

  • Fjölbreytt verkefni á sviði raforkukerfa, þ.m.t.:
    • Virkjanir
    • Tengivirki
    • Veitukerfi
    • Iðnaður
  • Verkefni:
    • Prófanir og gangsetningar kerfa á verkstað
    • Frumathuganir og valkostagreiningar
    • Útboðshönnun
    • Yfirferð á hönnun verktaka
    • Deilihönnun (í sumum tilvikum)
  • Verkefnastjórnun:
    • Hvert verkefni leitt af verkefnisstjóra með teymi sérfræðinga eftir umfangi
  • Vinnulag:
    • Teymisvinna með miklum og góðum samskiptum innan fyrirtækis og við utanaðkomandi aðila
    • Starfið tilheyrir rafbúnaðarhópi Orku- og Iðnaðarsviðs

Sérfræðingur á sviði straum- og/eða vatnafræði – Orku- og iðnaðarsvið – Sjá nánar

Verkís leitar að öflugu og áhugasömu starfsfólki í vatna- og straumfræðihóp fyrirtækisins með menntun og reynslu af vinnu við straum- og/eða vatnafræði.

  • Vinnu við straumfræðilíkön
  • Straumfræðilega hönnun og greiningar
  • Stjórnun verkefna tengdum straumfræði

Sérfræðingur í rafkerfum – Byggingasvið – Sjá nánar

Við leitum að öflugum hönnuði til að leiða hönnunarteymi rafkerfa í stórum verkefnum. Fagstjóri hönnunarteymis leiðir verkefnahóp og ber jafnframt ábyrgð á úrlausn flókinna verkefna, samræmingu við verkkaupa, skipulagningu verkefnavinnu og samvinnu við önnur teymi. 

  • Starfið tilheyrir rafkerfa- og lýsingahópi á Byggingasviði
  • Verkefni sviðsins:
    • Hönnun flókinna mannvirkja, t.d.
      • Sjúkrahús
      • Íþróttahús
      • Flugstöðvabyggingar
      • Opinberar byggingar
      • Skólar

Sérfræðingur í lagna- og loftræsikerfum – Byggingasvið – Sjá nánar

Við leitum að öflugum hönnuði til að leiða hönnunarteymi í lagna- og loftræsikerfum í stórum verkefnum. Fagstjóri hönnunarteymis leiðir verkefnahóp og ber jafnframt ábyrgð á úrlausn flókinna verkefna, samræmingu við verkkaupa, skipulagningu verkefnavinnu og samvinnu við önnur teymi. 

  • Starfið tilheyrir lagna- og loftræsikerfahópi á Byggingasviði
  • Verkefni sviðsins:
    • Hönnun flókinna mannvirkja, t.d.
      • Sjúkrahús
      • Íþróttahús
      • Flugstöðvabyggingar
      • Opinberar byggingar
      • Skólar

Sérfræðingur í burðarvirkjum – ByggingasviðSjá nánar

Við leitum að öflugum hönnuði til að leiða hönnunarteymi í burðarvirkjum í stórum verkefnum. Fagstjóri hönnunarteymis leiðir verkefnahóp og ber jafnframt ábyrgð á úrlausn flókinna verkefna, samræmingu við verkkaupa, skipulagningu verkefnavinnu og samvinnu við önnur teymi. 

  • Starfið tilheyrir burðarvirkjahópi á Byggingasviði
  • Verkefni sviðsins:
    • Hönnun flókinna mannvirkja, t.d.
      • Sjúkrahús
      • Íþróttahús
      • Flugstöðvabyggingar
      • Opinberar byggingar
      • Skólar

Hönnuður vega, gatna og stíga – Samgöngu- og umhverfissvið – Sjá nánar

Við leitum að sérfræðingi inn í öflugan hóp hönnuða sem vinnur að úrlausn fjölbreyttra og spennandi verkefna á sviði samgöngumannvirkja.

  • Hönnun vega, gatna, göngu- og hjólastíga
  • Gerð verklýsinga og útboðsgagna
  • Verkefni staðsett í:
    • Þéttbýli
    • Dreifbýli
    • Bæði hér á landi og erlendis

Heimsmarkmið