Verkís leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytt störf
Erum við að leita að þér? opið er til umsóknar til fjölda spennandi starfa. Við bjóðum upp á þátttöku í spennandi verkefnum og vinnu í skemmtilegu umhverfi þar sem bæði fagleg þróun og vellíðan starfsfólks eru í fyrirrúmi.
Við leitum eftir jákvæðum og framtakssömu einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Sjá nánar um öll laus störf hjá Verkís.
Sérfræðingur í mannauðsmálum – tímabundið starf
Sjá nánar.
Við leitum eftir jákvæðum og framtakssömum einstaklingi í mannauðsteymið okkar sem hefur brennandi áhuga á fræðslumálum. Um er að ræða tímabundið afleysingastarf til 31. mars 2026. Mannauðsteymi Verkís sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum og þar á meðal fræðslu og þjálfun starfsfólks.
Byggingahönnuður – Suðurland
Sjá nánar.
Verkís óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing, -tæknifræðing eða byggingafræðing í útibú Verkís á Selfossi. Starfið felst í fjölbreyttum hönnunar- og ráðgjafarverkefnum, útboðsgagnagerð, kostnaðaráætlanagerð og eftirliti með verkframkvæmdum.
Framkvæmdaeftirlit – Reykjanes
Sjá nánar.
Verkís leitar að byggingafræðingi, – tæknifræðingi eða -verkfræðingi í eftirlit með framkvæmdum á starfsstöð Verkís í Reykjanesbæ. Starfið felur í sér eftirlit með fjölbreyttum framkvæmdaverkefnum s.s. húsbyggingum, samgöngumannvirkjum og veitum.
Sérfræðingur í umhverfismati framkvæmda
Sjá nánar.
Vinna við umhverfismat framkvæmda er krefjandi og fjölbreytt og snýr að greiningu og mati á áhrifum á umhverfi og samfélag. Starfið felur meðal annars í sér gerð umhverfismatsskýrslna og matskyldufyrirspurna auk túlkunar á sérfræðiskýrslum og niðurstöðum rannsókna.
Jarðfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði
Sjá nánar.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd samgöngumannvirkjum, húsbyggingum, virkjunum, varnarmannvirkjum og veitum. Verkefnin fela m.a. í sér styttri og lengri vettvangsferðir við jarð- og mengunarrannsóknir vegna mannvirkjagerðar, sýnatöku, úrvinnslu og túlkun prófana á jarð- og steinefnum. Einnig fela verkefnin í sér mat á efnisgæðum, skýrslugerð, þverfaglega teymisvinnu o.fl.