25/05/2022

Verkís leggur hönd á plóg í tilefni 90 ára afmælis

Verkís leggur hönd á plóg í tilefni 90 ára afmælis
Frá vinstri: Helgi Þór Helgason, Susanne Freuler, Eva Íris Eyjólfsdóttir og Halla Þorvaldsdóttir fyrir hönd Styrkleikanna/Krabbameinsfélagsins, Erna Magnúsdóttir fyrir hönd Ljóssins, Brynhildur Bolladóttir fyrir hönd Rauða krossins og Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís. 

Verkís leggur hönd á plóg í tilefni 90 ára afmælis. Í morgun afhentu Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, Helgi Þór Helgason, formaður stjórnar Verkís og Susanne Freuler, varamaður stjórnar Verkís, styrki til Ljóssins, Rauða krossins og Krabbameinsfélagsins – Styrkleikanna. Stjórn fyrirtækisins ákvað að veita þremur málefnum veglegan styrk í tilefni af 90 ára afmæli þess í ár.

Styrkurinn til Rauða krossins er eyrnamerktur aðstoð við Úkraínu. Þann 24. febrúar sl. réðst rússneski herinn inn í Úkraínu og er talið að fleiri en 14 milljónir manns hafi þurft að flýja heimili sín. Tæplega helmingur þeirra er talinn hafa yfirgefið landið en aðrir á flótta í Úkraínu.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum Relay for Life. Um er að ræða alþjóðlegan viðburð sem fer árlega fram á yfir 5.000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Hátt í 10 milljónir taka þátt í viðburðinum á hverjum ári og er sá hópur sífellt að stækka. Um er að ræða sólarhringsviðburð sem er táknrænn fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini.

Heimsmarkmið

Verkís leggur hönd á plóg í tilefni 90 ára afmælis
Frá vinstri: Helgi Þór Helgason, Susanne Freuler, Eva Íris Eyjólfsdóttir og Halla Þorvaldsdóttir fyrir hönd Styrkleikanna/Krabbameinsfélagsins, Erna Magnúsdóttir fyrir hönd Ljóssins, Brynhildur Bolladóttir fyrir hönd Rauða krossins og Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís.