Verkís hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2025
Vinnustaðir sem setja jafnrétti í forgang eru eftirsóknarverðir fyrir framsækið fólk, enda eykur aukið jafnrétti bæði starfsánægju og vellíðan á vinnustað. Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar hljóta sérstaka viðurkenningu sem veitt er við hátíðlega athöfn í október ár hvert.
(40)/1594368089.png)
Um Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni sem unnið er í samstarfi við Creditinfo, Deloitte, dómsmálaráðuneytið, Pipar\TBWA, RÚV, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá. Markmið verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum á Íslandi, með það að leiðarljósi að kynjahlutföll í framkvæmdastjórn eða efsta stjórnunarstigi verði að lágmarki 40/60.
Viðurkenningin er staðfesting á áframhaldandi vinnu Verkís í þágu jafnréttis, jafnræðis og ábyrgðar í mannauðsmálum.
