03/05/2023

Verkís heldur þrjú erindi á Fagþingi Samorku

Verkís heldur þrjú erindi á Fagþingi Samorku
Fagthing 2023

Verkís heldur þrjú erindi á Fagþingi Samorku. Fagþing hita-, vatns- og fráveitu er haldið á þriggja ára fresti á vegum Samorku. Í ár verður Fagþingið haldið dagana 3.-5. maí nk. á Selfossi.

Fimmtudaginn 4. maí verður Óskar Pétur Einarsson, vélaverkfræðingur hjá Verkís með erindi á málstofunni Aukin orkunýtni jarðhita kl. 15:00 – 16:40. Erindi hans ber yfirskriftina Kornþurrkun á Íslandi með heitu vatni.

Föstudaginn 5. maí verða tvö erindi frá Verkís á málstofunni Tækninýjungar í jarðhitaleit og nýtingu kl. 9:00 – 10:20. Erindi Vigfúsar Arnars Jósefssonar, vélaverkfræðings, ber yfirskriftina Framkvæmdir vegna heitavatnsöflunar í Svartsengi. Og erindi Hólmfríðar Karlsdóttur, B.Sc. í vélaverkfræði, ber yfirskriftina Höfuðborgin stækkar: Bættur flutningur til Suðursvæða.

Vefsíða fagþingsins.

Heimsmarkmið

Verkís heldur þrjú erindi á Fagþingi Samorku
Fagthing 2023