22/04/2020

Verkís hannar nýja brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Verkís hannar nýja brú
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Verkís hannar nýja brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Verkís skrifaði nýverið undir samning við Vegagerðina um fullnaðarhönnun á nýrri brú yfir Jökulsá á Sólheimsandi. Hönnunin kemur til með að tvöfalda veginn yfir ána og er liður í því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins.

Verkís lauk forhönnun á brúnni á síðasta ári og mun fullnaðarhönnun nýju brúarinnar byggja á þeirri vinnu. Þá mun Verkís einnig vinna útboðsgögn að undanskyldri verklýsingu sem verður skrifuð af Vegagerðinni.

Núverandi brú er 159 metrar og byggð árið 1967. Hún liggur yfir 9,5 km langa jökulá sem rennur úr Sólheimajökli.

Eitt af skilgreindum markmiðum samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum þar sem fleiri en 200 ökutæki fara um á sólarhring að meðaltali (ÁDU). Nýja brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi er á samgönguáætluninni.

Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, fjallaði um fækkun einbreiðra brúa á Íslandi í fjórða tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar árið 2018.

Áætlað er að vinnu Verkís við hönnunina ljúki í júní.

Verkís hannar nýja brú
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi