Verkís hannaði 14 af vinsælustu sundlaugum landsins
Verkís hannaði 14 af vinsælustu sundlaugum landsins. Í lok ágúst spurði Maskína landsmenn hver væri þeirra uppáhaldssundlaug og svörin stóðu ekki á sér, enda landsmenn sannarlega duglegir að fara í sund. Átján sundlaugar fengu 30 atkvæði eða fleiri og erum við hjá Verkís stolt af því að hafa komið að hönnun fjórtán sundlauganna að einhverju eða öllu leyti.
Svarendur voru rúmlega 2.100 og voru þau einfaldlega spurð: Hvaða sundlaug á Íslandi er í mestu uppáhaldi hjá þér? Spurningin var opin og svarendur skrifuðu inn sín svör sem síðan voru flokkuð eftir á. Hægt var að nefna fleiri en einn svarmöguleika.
Hér má sjá listann yfir átján vinsælustu sundlaugar landsins:
Verkís kom að hönnun Kópavogslaugar, Lágafellslaugar, Laugardalslaugar, Árbæjarlaugar, Salalaugar, Breiðholtslaugar, Vesturbæjarlaugar, Sundhallar Reykjavíkur, Álftaneslaugar, Grafarvogslaugar, Seltjarnarneslaugar, sundlaugarinnar á Hofsósi, Vatnaveraldarinnar í Reykjanesbæ og sundlaugarinnar í Þorlákshöfn.
Hver er uppáhaldssundlaug landsmanna? | maskina.is