30/06/2022

Verkís gerist bakhjarl Laufsins

Verkís gerist bakhjarl Laufsins
Laufið

Verkís gerist bakhjarl Laufsins. Verkís hefur gerst bakhjarl Laufsins, stafræns vettvang sem leiðir fyrirtæki og neytendur í vegferð að grænna og sjálfbærara samfélagi.

Laufin eru hvatakerfi sem aðstoðar og hvetur fyrirtæki í sinni grænu vegferð með fjölbreyttum umhverfisaðgerðum og í átt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Laufið stefnir m.a. að útgáfu apps þar sem almenningur getur flett upp fyrirtækjum og séð hversu samfélagslega ábyrg þau eru út frá laufagjöf. Fimm flokkar eru í laufakerfinu: Flokkun úrgangs, umhverfisstefna, miðlun þekkingar, kolefnisbinding og auðlindatorgið.

Laufið er enn á þróunarstigi og það verður spennandi að fylgjast með því á næstu mánuðum.

Heimsmarkmið

Verkís gerist bakhjarl Laufsins
Laufið