Verkís fær jafnlaunamerki fyrst verkfræðistofa
Verkís fær jafnlaunamerki fyrst verkfræðistofa. Jafnréttisstofa hefur veitt Verkís heimild til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins og er Verkís fyrsta verkfræðistofan á Íslandi til að hljóta þessa viðurkenningu.
Merkið er viðurkenning og staðfesting á að Verkís hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Launakerfi Verkís var vottað nú í haust af faggildum vottunaraðila BSI á Íslandi.
Engar breytingar voru gerðar á launakerfi né á launakjörum starfsfólks, hvorki fyrir né eftir úttekt. Þess má geta að Verkís var jafnframt fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta gullmerki PwC í jafnlaunagreiningu árið 2012 og í byrjun þessa árs fékk Verkís gullmerkið í annað sinn.
Viðurkenningarnar undirstrika áherslurnar í mannauðsstefnu Verkís um að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sambærileg störf.