24/04/2024

Verkís á SFPE

Verkís á SFPE
Georges Jan Guigay

Verkís á SFPE. Félag eldvarnarverkfræðinga (e.The Society of Fire Protection Engineers eða SFPE) hélt sína 15.brunavarnarráðstefnu í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Ráðstefnan, sem er haldin annað hvert ár, bauð upp á þrjá daga af kynningum og lifandi umræðum um fortíð, nútíð og framtíð í brunavörnum.

Fulltrúi Verkís var Georges Jan Guigay, bruna- og straumfræðiverkfræðingur, sem hélt fyrirlestur um brunahönnun í flugstöð og nýja stækkun SLN18 i FLE Keflavík. Fyrirlesturinn bar heitið: The Challenging Factors of an International Airport’s Fire Safety Design. Fyrirlesturinn var skrifaður í samvinnu við Guðmund Ámundason, byggingarverkfræðing hjá Verkís.

Ráðstefnan veitir frábært tækifæri til að fjalla um núverandi stöðu og framtíðarþróun í byggingar- og brunaeftirlitskerfum, framlag brunavarnaverkfræðinga til nýstárlegra hönnunarlausna, nýjustu þróun í brunalíkönum og margt fleira spennandi á þessu viðamikla sviði.

Heimsmarkmið

Verkís á SFPE
Georges Jan Guigay