20/09/2024

Verkís á International GEOENERGY Forum 2024

International GEOENERGY Forum 2024

Verkís tekur þátt í International GEOENERGY Forum 2024, sem er skipulagt af Geothermal Ukraine og fer fram á netinu dagana 26.–27. september 2024. Á ráðstefnunni verður fjallað um orkuskipti í olíu- og gasgeiranum, nýstárlegar jarðorkulausnir, kolefnisbindingu, og stafræna umbreytingu á orkumarkaði.

Jarðvarmaverkefni í Úkraínu

Verkís stýrir þróunarverkefni í Úkraínu með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu. Verkefnið miðar að því að greina jarðhitasvæði og meta hagkvæmni nýtingar jarðhita til húshitunar, iðnaðarframleiðslu eða ferðaþjónustu.

Verkís verður með fyrirlestra og pallborðsumræður 27. september

Kjartan Due Nielsen, nýsköpunarstjóri Verkís, mun taka þátt í pallborðsumræðum með lykil fyrirlesurum frá IRENA, Orkumálaráðuneyti Úkraínu, Utanríkisráðuneyti Íslands og Geothermal Ukraine. Umræðurnar munu fjalla um næstu skref í uppbyggingu á orkuinnviðum Úkraínu með sjálfbærum jarðhitalausnum.

Ekki missa af þessu tækifæri að taka þátt í þessu mikilvæga samtali við leiðtoga og lykilaðila sem móta framtíð jarðhitans í Úkraínu og víða um heim.

📅 Dagsetning: 26.–27. september 2024  

🌐 Dagskrá: IGF2024_Program

🔗 Skráðu þig hér

 

Heimsmarkmið

International GEOENERGY Forum 2024