17/10/2023

Verkís á inter airport Europe 2023

Verkís á inter airport Europe 2023
Ágúst Elí, Ragnar Steinn, Sigurður Andrés, Guðrún Dröfn, Hallgrímur Örn, Guðrún Jóna og Hannes

Verkís á inter airport Europe 2023. Alþjóðlega ráðstefnan inter airport Europe var haldin í 24. skiptið í Munich Trade Fair Centre í Þýskalandi í síðustu viku og var þar kynnt til leiks allt það nýjasta varðandi hönnun, tækni, þjónustu og búnað flugvalla. Verkís var með sýningarbás á sýningunni þar sem við kynntum verkefni og þjónustu okkar sérfræðinga á þessu sviði og funduðum með gestum og öðrum sýnendum. Starfsfólk Verkís sótti einnig fjölmarga áhugaverða fyrirlestra á ráðstefnunni Inter airport Focus – The sustainability summit sem haldin var samhliða sýningunni.

Það sem einna hæst bar í básnum var myndband sem m.a. sýndi hermun úr umferðarlíkani fyrir umferð flugvéla og þjónustutækja á flughlaði, akbrautum flugvéla og þjónustuvegum. Tilgangur líkansins er að koma auga á vandamál sem tengjast umferð á frumstigum hönnunar eða á skipulagsstigi svo hægt sé að bregðast við þeim tímanlega og með viðeigandi hætti.

Verkís á inter airport Europe 2023
Sigurður Andrés Þorvarðarson

Verkís  fann fyrir miklum áhuga gesta og annarra sýnenda á því sem við höfum verið að fást við tengt flugvallahönnun og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem komu í heimsókn til okkar kærlega fyrir áhugann og samtölin. Þau sambönd sem mynduðust á ráðstefnunni eru okkur dýrmætt veganesti fram á veginn.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi verkefni og þjónustu betur er hægt að skoða þjónustusíðuna eða fletta í gegnum rafrænan bækling

Heimsmarkmið

Verkís á inter airport Europe 2023
Ágúst Elí, Ragnar Steinn, Sigurður Andrés, Guðrún Dröfn, Hallgrímur Örn, Guðrún Jóna og Hannes