Skip to content
23/01/2026

Verkís á Framadögum í HR 2026

Verkís hópurinn tók vel á móti gestum og gangandi

Kynningar- og tengslaviðburður fyrir háskólanema

Framadagar, árlegur kynningar- og tengslaviðburður fyrir háskólanema, fóru fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Viðburðurinn veitir nemendum tækifæri til að kynnast fyrirtækjum, starfsemi þeirra og möguleikum á framtíðarstörfum.

Verkís tók virkan þátt í Framadögum og tóku fulltrúar fyrirtækisins vel á móti nemendum sem höfðu áhuga á fjölbreyttum verkefnum og starfsferlum innan Verkís. Á básnum gátu gestir spurt spurninga, fengið innsýn í ólíka starfsvettvanga fyrirtækisins og átt góð og gagnleg samtöl við starfsfólk.

Gestum var boðið upp á merkt kaffimál frá Verkís ásamt veitingum sem vöktu mikla lukku. Jafnframt rúllaði kynningarmyndband á skjá á básnum sem gaf sjónræna innsýn í starfsemi, verkefni og menningu Verkís.

Viðburðurinn var vel sóttur og áhugi nemenda á Verkís greinilegur. Framadagar eru mikilvægt tækifæri til að kynna Verkís fyrir næstu kynslóð sérfræðinga og styrkja tengsl við háskólasamfélagið.

Heimsmarkmið

Verkís hópurinn tók vel á móti gestum og gangandi