14/02/2025

Verkís á framadögum í HR

Framadagar, árlegur viðburður fyrir háskólanema, voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 13. febrúar. Viðburðurinn veitir nemendum tækifæri til að fræðast um fjölbreytt fyrirtæki, starfsemi þeirra og atvinnumöguleika, bæði til skemmri og lengri tíma.

Verkís tók virkan þátt í Framadögum og kynntu fulltrúar fyrirtækisins, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir (Orka og iðnaður), Björgvin Theodór Hilmarsson (Byggingar) og Guðrún Jóna Jónsdóttir (Starfsstöðvar), starfsemi Verkís fyrir áhugasömum nemendum. Þau svöruðu spurningum og veittu innsýn í fjölbreytta starfsvettvang Verkís.

Guðrún Jóna ræðir hér við gesti

Viðburðurinn var vel sóttur og vakti Verkís mikinn áhuga meðal nemenda. Einnig voru Verkís-sokkarnir gríðarlega vinsælir á meðal gesta.

Heimsmarkmið