02/02/2024

Verkís á Framadögum

Verkís á Framadögum
Sunna Ósk Kristinsdóttir ræðir hér við áhugasama gesti

Verkís á Framadögum. Í gær voru haldnir Framadagar í Háskólanum í Reykjavík og var Verkís með sitt fólk á staðnum. Framadagar eru árlegur viðburður þar sem er á vegum AIESEC þar sem fyrirtæki og allskyns stofnanir koma saman til að efla unga fólkið okkar og sýna þeim hvað íslenskur vinnumarkaður býður upp á. AIESEC eru stærstu stúdentareknu samtökin í heiminum og hefur það að lykilmarkmiði að minnka bilið á milli stúdenta og viðskiptalífsins. 

Verkís á Framadögum

Framadagar hafa staðið í 27 ár og hefur Verkís tekið þátt í fjölda skipta með góðum árangri. Þetta ár var engin undantekning og var básinn vel sóttur af áhugasömu ungu fólki sem ræddi við okkar fólk um fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum, almennt um starfsemi Verkís og ýmislegt fleira.

 

Verkís á Framadögum
Sunna Ósk Kristinsdóttir ræðir hér við áhugasama gesti