Vel sóttur morgunverðarfundur um jarðvegsmengun
Vel sóttur morgunverðarfundur um jarðvegsmengun. Um hundrað manns fylgdust með morgunverðarfundi um jarðvegsmengun sem Verkís stóð fyrir í morgun. Helmingur fylgdist með í fyrirlestrarsal í höfuðstöðvum okkar í Ofanleiti og hinn helmingurinn í gegnum Teams.
Kristín Kröyer, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun fjallaði um leiðbeiningar, kortasjá og ábendingavef Umhverfisstofnunar.
Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, doktor í umhverfis- og jarðefnafræði hjá Verkís, sagði frá mengunarrannsóknum ráðgjafans – verkferlum, áskorunum og lausnum.
Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, fjallaði um að smá olía geti svo sannarlega gert einhverjum mein.
Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur hjá Isavia, ræddi hvernig leifar fortíðarinnar geta verið áskoranir framtíðarinnar.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sá um fundarstjórn og flutti ávarp í upphafi fundar.
Rætt var við Guðjón Inga og Gunnhildi Ingibjörgu í Samfélaginu á Rás 1 í gær, miðvikudag. Einnig var fjallað um fundinn á fréttavef Feykis.
Hér er upptaka frá fundinum í morgun.
Við þökkum gestum í sal og gegnum netið kærlega fyrir að fylgjast með fundinum.