14/10/2021

Úrbætur vegna olíumengunar á Hofsósi

Úrbætur vegna olíumengunar á Hofsósi
Hofsós

Úrbætur vegna olíumengunar á Hofsósi. Verkís sá um úrbótaáætlun vegna olíumengunar á Hofsósi. Lítil mengun greindist í jarðveginum sjálfum en meiri í jarðvegsloftinu sem stígur upp.

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir
Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, umhverfis- og jarðefna-verkfræðingur.

Erla Guðrún var í viðtali hjá RÚV gær. Í viðtalinu fór hún yfir tillögur Verkís til úrbóta, meðal annars að lofta um jarðveginn og grafa skurði og leggja rör, ásamt því að fjarlægja þann jarðveg sem greinist mengaður.

„Það er líka lagt til að farið verði í mótvægisaðgerðir á húsunum sjálfum. Við lögðum til að botnplatan yrði þétt. Og það yrði loftun undan með svona loftunarrörum og loftið sogað undan húsunum. Það á að draga úr lykt á svæðinu sem hefur verið það sem fólk kvartar mest undan,“ segir Erla Guðrún.

Olíuleki varð frá bensíngeymi N1 á Hofsósi í desember 2019, sem var síðar grafinn upp og fjarlægður. Í ljós kom olíumengun í jarðvegi. N1 fékk Verkís til að vinna úrbótaáætlun og fóru mælingar fram á svæðinu sl. sumar.

Frétt á RÚV: Hreinsun á Hofsósi gæti tekið um 2 ár.

Sjá nánar um þjónustu Verkís á sviði umhverfismála.

Heimsmarkmið

Úrbætur vegna olíumengunar á Hofsósi
Hofsós