26/04/2018

Umferðaröryggi – Betri stillingar og aukin stýring á umferðarljósum

Umferðaröryggi
Umferðaröryggi

Umferðaröryggi, Verkís vann nýlega greiningu á umferðarástandi á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðsins í samstarfi við fyrirtækið Viaplan. Greiningunni var ætlað að varpa ljósi á umferðaraðstæður á annatímum á einstökum götuköflum og gatnamótum.

Niðurstöður greiningarinnar voru meðal annars þær að betri stillingar og aukin stýring á umferðarljósum getur bætt flæði á yfir fimmtíu gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðarteppur geta myndast.

Með betri stillingum á umferðaljósum á 51 gatnamótum, aukinni stýringu og reglulegri endurskoðun á ljósunum á höfuðborgarsvæðinu sé hægt að spara um 240 milljónir króna á ári.

Gerð var umferðargreiningu á 37 vegamótum og aðliggjandi leggjum í stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins, þ.e. meginstofnvegum og stofnvegum.

Umferðargreiningin var unnin í hermunarforritinu VISSIM. Í umferðargreiningu voru eftirtaldar umferðartæknilegar stærðir ásamt fleirum metnar fyrir hver gatnamót fyrir sig og áhrifasvæði þeirra eftir því sem við á, annars vegar fyrir umferð á annatíma að morgni og hins vegar annatíma síðdegis sem hér segir:

  • Mettunarhlutföll (volume/capacity ratio) fyrir hvern umferðarstraum og gatnamót í heild,
  • Meðaltafir fyrir hvern umferðarstraum og gatnamót í heild.
  • Þjónustustig (Level-of-Service) fyrir hvern umferðarstraum og gatnamót í heild.
  • Meðalbiðraðalengd og 95% biðraðalengd fyrir hvern umferðarstraum og gatnamót í heild.

Þegar búið var að greina núverandi ástand var skoðað hvaða áhrif það hafði að gera litlar breytingar á stillingu umferðarljósa á ýmsum stöðum auk þess sem áhrif aukinnar umferðar voru einnig greind.

Umferðaröryggi
Umferðaröryggi