14/09/2018

Þrjár vottanir í hús

Verkís stígur skrefi lengra
Ofanleiti Verkís

Þrjár vottanir í hús, í síðustu viku fékk Verkís staðfestingu á skírteinum fyrir þrjá stjórnunarstaðla.

Nýverið framkvæmdi BSI á Íslandi úttekt á launakerfi Verkís samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og stóðst Verkís kröfur staðalsins með góðum árangri. Engar breytingar voru gerðar á launakerfinu né á launakjörum starfsfólks, hvorki fyrir né eftir úttekt. Þess má einnig geta að Verkís var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta gullmerki PwC í jafnlaunagreiningu árið 2012 og í byrjun árs fékk Verkís gullmerkið í annað sinn. Þessar niðurstöður sýna fram á að Verkís hefur launakerfi þar sem ákvarðanir í launamálum byggjast á faglegum og rökstuddum sjónarmiðum og að starfsfólki er ekki mismunað í launum né öðrum kjörum eftir kyni. Við erum mjög stolt af þessum árangri okkar.

Einnig hefur Verkís staðist úttekt á uppfærðum gæðastjórnunarstaðli ISO 9001:2015 og umhverfisstjórnunarstaðli ISO 14001:2015. Ávinningur af vottuðu gæðakerfi er tvíþættur, annars vegar markaðslegur og hins vegar rekstrarlegur. Kröfurnar í staðlinum eru byggðar á stjórnunarháttum fyrirtækja sem standa fremur öðrum og henta öllum sem hafa metnað til að byggja upp skilvirkari, ábyrgari og ábatasamari stjórnun.

Verkís stígur skrefi lengra
Ofanleiti Verkís